Reglur, verðlaun og dómnefnd

Reglur og skilmálar ljósmyndakeppni Hvalfjarðardaga 2017

 • Keppnin hefst föstudaginn 25. ágúst 2017 kl. 12.00.
 • Þema ljósmyndakeppninnar er gleði og náttúra í Hvalfjarðarsveit.
 • Innsend mynd þarf að vera tekin í Hvalfjarðarsveit á Hvalfjarðardögum 2017, dagana 25. – 27. ágúst.
 • Hver þátttakandi má senda inn fleiri en eina mynd.
 • Keppnin er ætluð áhugaljósmyndurum.
 • Óheimilt er að senda inn eða eigna sér ljósmyndir annarra.
 • Heimilt er að breyta myndum og vinna að vild.
 • Ef fólk er á myndinni sem send er inn í keppnina, og andlit þeirra er þekkjanlegt, þarf að fá leyfi hjá viðkomandi fyrir því að senda myndina inn í keppnina.
 • Innsendar myndir eru eign höfunda en Hvalfjarðarsveit áskilur sér rétt til afnota og birtingar.
 • Einungis er tekið við myndum í gegnum innsendisíðu á heimasíðu Hvalfjarðardaga.
 • Keppninni lýkur sunnudaginn 27. ágúst kl. 23.00.
 • Að keppni lokinni fer dómnefnd yfir innsendar myndir, velur vinningsmyndina og hefur samband við vinningshafa.
 • Niðurstaða dómnefndar er endanleg.

 

Verðlaun

Veitt eru verðlaun fyrir vinningsmyndina.

 

 

Gjafabréf frá Ferðaþjónustunni Laxárbakka,

kvöldverður ásamt gistingu og morgunverði fyrir tvo.